Stefna

Gæðastefna
Faglegur metnaður Arkís felur í sér:

• Að vera leiðandi í byggingarlist, miðlun og mótun hins manngerða umhverfis.
• Að vera leiðandi í umhverfisvænni hönnun og skipulagi.
• Að auka gæði í manngerðu umhverfi með framsækinni hönnun og skipulagi.
• Að vera skapandi vinnustaður þar sem faglegur metnaður og frumkvæði einstaklingsins fær að njóta sín.
• Að starfað verði í samræmi við hópvinnulausn Arkís og stuðlað að því að verk fyrirtækisins uppfylli alþjóðakröfur ISO 9001 í hvívetna.
• Að hópvinnulausn Arkís verði beitt sem stjórntæki innan fyrirtækisins til að stjórnendur þess verði ábyrgir fyrir stöðugri endurnýjun og endurbótum í stjórnun Arkís.
• Að Arkís geri þá kröfu til starfsmanna að þeir taki virkan þátt í, og eigi hlutdeild að stöðugum endurbótum á verkferlum og hópvinnulausn fyrirtækisins.
• Að Arkís geri þá kröfu að allir starfsmenn þekki gæðastefnu fyrirtækisins, séu ábyrgir fyrir henni og taki virkan þátt í mótun hennar.

ARKÍS aims